Enski boltinn

Danny Murphy búinn að gera tveggja ára samning við Blackburn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Murphy fagnar marki með Fulham.
Danny Murphy fagnar marki með Fulham. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danny Murphy verður ekki í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð því hann hefur gert tveggja ára samning við enska b-deildarliðið Blackburn Rovers. Murphy hefur spilað með Fulham frá árinu 2007 en fékk ekki nýjan samning hjá félaginu.

Roy Hodgson gerði Danny Murphy að fyrirliða Fulham tímabilið 2008-09 og hann hefur verið lykilmaður hjá félaginu öll fimm tímabilin. Murphy var með 3 mörk og 6 stoðsendingar í 36 leikjum í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.

„Ferillinn hans talar sínu máli. Hann er fyrirmyndar atvinnumaður sem er hungraður í að halda áfram að spila fótbolta," sagði Steve Kean, stjóri Blackburn Rovers um nýja manninn sinn.

Danny Murphy er orðinn 35 ára gamall en hann sló fyrst í gegn með Liverpool þar sem hann lék á árunum 1999 til 2004. Þaðan fór hann til Charlton og Tottenham áður en hann endaði á Craven Cottage.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×