Fótbolti

Verstu Panenka-vítin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vippa ítalska landsliðsmannsins Andrea Pirlo í vítaspyrnukeppninni gegn Englendingum á Evrópumótinu í gærkvöldi hefur vakið aðdáun sparkspekinga um allan heim.

Marki undir í vítakeppninni gekk hinn eitursvali Pirlo að boltanum, horfði í augu Joe Hart markvarðar Englands áður en hann vippaði boltanum í mitt markið. Ótrúlegt hugrekki enda deginum ljósara hversu vandræðalegt hefði verið fyrir Pirlo ef Joe Hart hefði varið spyrnu Pirlo.

Tékkans Antonín Panenka er yfirleitt getið í samhengi við vítaspyrnur sem þessar. Panenka braut blað í knattspyrnusögunni þegar hann vippaði boltanum í mitt markið í úrslitaleik Evrópumótsins árið 1976 þegar Tékkar hrósuðu sigri. Sjá hér.

Það er ekki á færi hvers sem er að taka vítaspyrnur sem þessar. Í spilaranum hér að ofan má sjá fimm misheppnaðar tilraunir til að fífla markvörð á þennan hátt í vítaspyrnukeppni.

Þeim ágæta aðila sem tók spyrnurnar fimm saman yfirsást reyndar ótrúlegt klúður Francesco Totti um árið. Það má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×