Þráinn: Vorum búnir að búa Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2012 07:00 Einar Daði í keppni í kringlukasti. Mynd / Ivano Catini Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni gærdagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu. Dómarar í kringlukastkeppninni dæmdu kast Einars Daða ógilt og sögðu hann hafa stigið upp á kantinn í kasthringnum. Kastið var á milli 38 og 39 metra en eina gilda kast hans í keppninni var 35.95 metrar. Einar Daði varð líklega af um 50 stigum sökum þessa. „Ég fann ekkert að þessu og sá ekkert að þessu. Fyrsta kastið sem ég náði gildu var öryggiskast. Það var allt í lagi en samt ekki nógu gott. Svo voru tvö köst í röð dæmd ógild. Lengsta kastið var frekar langt, við mitt besta og mögulega mitt lengsta í keppni. Ég mótmælti þessu og við kærðum" sagði Einar Daði en ekkert kom út úr kærunni. Einar Daði vildi ekki gera of mikið úr atvikinu en taldi mögulegt að atvikið hefði haft áhrif á frammistöðu hans í næstu greinum án þess að vera viss. „Það fór smá tími í þetta og orka. Maður er ekki í alveg jafnmiklu stuði þegar maður veit að maður er að missa stig. Ég datt aðeins úr stuði," sagði Einar Daði sem var þó ánægður með að hafa haldið haus í gegnum mótlætið. Þráinn segir þjálfarateymið hafa undirbúið Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta. „Við vorum búnir að búa hann undir allt mögulegt; vont veður, rigningu og rok en þetta vorum við ekki búnir að æfa. Hann verður tilbúinn í þetta næst," sagði Þráinn og Einar Daði tekur undir það. „Maður lærir svo mikið af atvikum sem þessu í kringlunni. Að taka hlutunum með ró og skynsemi. Ég held að það eigi eftir að gefa mér mikið í framhaldinu að hafa farið í gegnum þetta mót," sagði Einar Daði. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12 Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Njarðvík - Haukar | Endurtekning á úrslitaeinvíginu Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira
Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni gærdagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu. Dómarar í kringlukastkeppninni dæmdu kast Einars Daða ógilt og sögðu hann hafa stigið upp á kantinn í kasthringnum. Kastið var á milli 38 og 39 metra en eina gilda kast hans í keppninni var 35.95 metrar. Einar Daði varð líklega af um 50 stigum sökum þessa. „Ég fann ekkert að þessu og sá ekkert að þessu. Fyrsta kastið sem ég náði gildu var öryggiskast. Það var allt í lagi en samt ekki nógu gott. Svo voru tvö köst í röð dæmd ógild. Lengsta kastið var frekar langt, við mitt besta og mögulega mitt lengsta í keppni. Ég mótmælti þessu og við kærðum" sagði Einar Daði en ekkert kom út úr kærunni. Einar Daði vildi ekki gera of mikið úr atvikinu en taldi mögulegt að atvikið hefði haft áhrif á frammistöðu hans í næstu greinum án þess að vera viss. „Það fór smá tími í þetta og orka. Maður er ekki í alveg jafnmiklu stuði þegar maður veit að maður er að missa stig. Ég datt aðeins úr stuði," sagði Einar Daði sem var þó ánægður með að hafa haldið haus í gegnum mótlætið. Þráinn segir þjálfarateymið hafa undirbúið Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta. „Við vorum búnir að búa hann undir allt mögulegt; vont veður, rigningu og rok en þetta vorum við ekki búnir að æfa. Hann verður tilbúinn í þetta næst," sagði Þráinn og Einar Daði tekur undir það. „Maður lærir svo mikið af atvikum sem þessu í kringlunni. Að taka hlutunum með ró og skynsemi. Ég held að það eigi eftir að gefa mér mikið í framhaldinu að hafa farið í gegnum þetta mót," sagði Einar Daði.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12 Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Njarðvík - Haukar | Endurtekning á úrslitaeinvíginu Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira
Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12
Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56