Sport

Bronsverðlaunahafi síðasta árs fór löngu leiðina í úrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Landsmótssvæðið í Víðidal.
Landsmótssvæðið í Víðidal. Mynd / Eiðfaxi
Eldjárn frá Tjaldhólum sigraði í dag í B-úrslitum með meðaleinkunnina 8,71. Knapi Eldjárns er Halldór Guðjónsson. Með sigrinum tryggði Eldjárn sér sæti í A-flokkinum í B-úrslitunum.

Eldjárn hlaut bronsverðlaun í flokknum á síðasta ári en fróðlegt verður að sjá hvað hann gerir í úrslitunum. Þess má til gamans geta að Eldjárn er að sanna sig sem afbragðskynbótahestur því hann hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á mótinu í ár.

Niðurstöður eru meðfylgjandi.

Hestur og knapi - Hægt tölt - Brokk - Yfirferðartölt - Vilji - Fegurð í reið

8. Eldjárn frá Tjaldhólum og Halldór Guðjónsson (Geysir) 8,32 - 8,78 - 8,92 - 8,84 - 8,64= 8,71

9. Klerkur frá Bjarnanesi 1 og Eyjólfur Þorsteinsson (Hornfirðingur) 8,44 - 8,70 - 8,84 - 8,76 =8,69

10 Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur Magnússon (Neisti) 8,42- 8,78 - 8,76 - 8,74 - 8,56= 8,65

11. Fura frá Enni og Árni Björn Pálsson (Fákur) 8,72 - 8,52 - 8,58 - 8,62 - 8,72= 8,64

12. Esja frá Kálfholti og Ísleifur Jónasson (Geysir) 8,50 - 8,48 - 8,76 - 8,68 - 8,64 = 8, 62

13. Náttar frá Vorsabæjarhjáleigu og Anna S. Valdemarsdóttir (Fákur) 8,48 - 8,60 - 8,60 - 8,56 - 8,66 = 8,59

14. Segull frá Mið-Fossum 2 og Viðar Ingólfsson (Fákur) 8,66- 8,40 - 8,62 - 8,60 - 8,60= 8,58

15. Möller frá Blesastöðum 1A og Helga Una Björnsdóttir (Smári) 8,26 - 8,44 - 8,70 - 8,64 - 8,50 = 8,52




Fleiri fréttir

Sjá meira


×