Fótbolti

Prandelli: Balotelli verður að læra áhrifamátt liðssamvinnunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli og Cesare Prandelli á æfingu ítalska landsliðsins.
Mario Balotelli og Cesare Prandelli á æfingu ítalska landsliðsins. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cesare Prandelli, þjálfari ítalska landsliðsins, segir að Mario Balotelli eigi enn eftir að læra áhrifamátt liðssamvinnunnar en ítalska landsliðið mætir Heims- og Evrópumeisturum Spánar í dag í fyrsta leik þjóðanna á EM.

Hinn 21 árs gamli Balotelli verður væntanlega í byrjunarliði Ítala í þessum leik en það gekk á ýmsu hjá Balotelli í Manchester á þessu tímabili. Balotelli skoraði samt og lagði upp mikilvæg mörk sem hjálpuðu City að vinna titilinn og það efast enginn um hæfileika hans.

„Að þjálfa Balotelli er eins og þjálfa hvern annan leikmann sem er á sama aldri. Þessir strákar eru lífsglaðir og vilja sýna hvað í þeim býr," sagði Cesare Prandelli.

„Mario hegðaði sér mjög vel í þessari viku eins og alltaf þegar hann er með landsliðinu. Hann má þó ekki alltaf hugsa um hversu miklilvægur hann getur verið fyrir liðið. Hann verður að læra það að það getur hjálpað liðinu mikið ef hann er tilbúinn að fórna sér fyrir félagana," sagði Prandelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×