Fótbolti

Trapattoni: Við getum gert eins og Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giovanni Trapattoni og Robbie Keane á blaðamannafundi.
Giovanni Trapattoni og Robbie Keane á blaðamannafundi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Giovanni Trapattoni, þjálfari írska landsliðsins, horfir til Chelsea-liðsins þegar kemur að því að tala trúnna í sína menn fyrir Evrópumótið í fótbolta. Írar mæta Króötum í fyrsta leiknum sínum í kvöld en það búast ekki margir við því að írska landsliðið eigi möguleika í C-riðli á móti Spáni, Ítalíu og Króatíu.

„Aldrei segja aldrei. Níutíu prósent Þjóðverja hélt að Bayern München myndi vinna Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en þeir gerðu það ekki. Við trúum á okkar lið og ætlum okkur upp úr riðlinum," sagði Giovanni Trapattoni.

„Við erum búnir að bíða lengi eftir þessari keppni og það er frábært að fylgjast með andrúmsloftið hjá írsku þjóðinni. Þjóðin hefur verið á hnjánum síðustu ár en árangur landsliðsins hefur lyft henni upp. Það er núna undir okkur komið að gefa írsku þjóðinni eins mikla gleði og mögulegt er," sagði Robbie Keane, fyrirliði írska landsliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×