Fótbolti

Mikið ofbeldi hefur sett svip sinn á Evrópumótið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stuðningsmenn Írlands.
Stuðningsmenn Írlands. Mynd. / Getty Images
Mikill hiti virðist vera á milli aðdáenda Írlands og Króatíu fyrir leik liðanna á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld.

Mikil slagsmál brutust út í Poznan í Póllandi sem lauk með því að 14 manns voru handteknir.

Ofbeldi og lögreglumál hafa sett svip sinn á mótið hingað til og hefur öll gæsla og viðbúnaður verið aukin mikið.

Írland og Króatía mætast kl 18:45 í kvöld og spurning hvort friður verði á milli áhorfenda í stúkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×