Fótbolti

Vicente del Bosque kenndi þurrum velli um

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vicente del Bosque.
Vicente del Bosque. Mynd/AP
Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, var ósáttur með leikvöllinn í Gdansk í dag þegar Spánverjar náðu aðeins 1-1 jafntefli á móti Ítölum í fyrsta leik sínum á EM. Spænska liðið var fyrir leikinn búið að vinna fjórtán mótsleiki í röð.

Del Bosque hrósaði ítalska liðinu fyrir góðan leik en það var ástand vallarins sem átti hug hans allan. „Völlur sem er svona þurr gerir hvorki fótboltanum né áhorfendunum einhver greiða," sagði Vicente del Bosque á blaðamannafundi eftir leik.

„Ef völlurinn hefði boðið upp á hraðari leik þá hefði þetta verið mun betra fyrir bæði lið sem hefði þýtt betri fótboltaleik," sagði Del Bosque.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×