Fótbolti

Fabregas spilaði fremstur: Þetta kom mér á óvart

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas skorar hér markið sitt.
Cesc Fabregas skorar hér markið sitt. Mynd/AP
Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, kom mörgum á óvart í upphafsleik liðsins á EM í dag með því að láta Cesc Fabregas spila fremstan í 1-1 jafnteflinu á móti Ítalíu. Menn eins og Fernando Torres, Alvaro Negredo og Fernando Llorente þurftu fyrir vikið að sitja á bekknum.

„Þetta kom mér ekki síst á óvart. Ég var samt mjög ánægður með að fá þetta tækifæri og sáttur að fá að spila. Það er einn og hálfur mánuður síðan að ég spilaði og það var ánægjulegt að skora þetta mark,"sagði Cesc Fabregas sem skoraði jöfnunarmarkið fjórum mínútum eftir að Ítalir komust yfir.

„Það flækir hlutina að vera sigurstranglegasta liðið en við sýndum karakter í lokin," sagði Cesc Fabregas. Fernando Torres kom síðan inn á fyrir hann og fékk tvö frábær færi til að tryggja Spánverjum sigurinn.

„Það kom okkur aðeins á óvart að það væri enginn framherji í spænska liðinu en við ákváðum samt að halda okkur leikskipulagi," sagði Cesare Prandelli, þjálfari Ítala um útspil Vicente del Bosque.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×