Fótbolti

Þjálfarinn kyssti stuðningsmann króatíska landsliðsins

Einstök stund á EM.
Einstök stund á EM.
Stuðningsmenn Króata elska Slaven Bilic landsliðsþjálfara og Bilic virðist elska stuðningsmennina miðað við kossinn sem hann gaf stuðningsmanni króatíska landsliðsins.

Sá rauk inn á völlinn í miðjum leik gegn Írlandi og rak Bilic rembingskoss á munninn.

Bilic tók á móti kossinum og skömmu síðar var stuðningsmaðurinn leiddur á brott.

Falleg stund og einn af hápunktum mótsins til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×