Fótbolti

Klose: Verð að bíða eftir tækifærinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / getty Images
Þó svo að Miroslav Klose hafi mátt dúsa á bekknum í fyrsta leik Þjóðverja á EM er hann vongóður um að hann fái tækifæri síðar á mótinu.

Klose hefur átt við meiðsli að stríða og viðurkenndi fyrir leik liðsins gegn Portúgal um helgina að hann væri ekki enn orðinn 100 prósent góður.

„Ég ræddi lengi við þjálfarann [Joachim Löw] og við vorum sammála um að ég myndi ekki byrja," sagði Klose við þýska blaðið Kicker.

„Það eina sem ég get gert nú er að bíða eftir mínu tækifæri," bætti hann við en Mario Gomez, sem var fremsti maður Þjóðverja í leiknum, tryggði sínum mönnum 1-0 sigur í leiknum.

„Ég öfunda Gomez ekki. Það væri óásættanlegt. Hann er í frábæru formi og sýndi það gegn Portúgal."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×