Fótbolti

Apahljóð í stúkunni er Balotelli var með boltann

Balotelli svekktur í leiknum.
Balotelli svekktur í leiknum.
Mario Balotelli, framherji Ítala, hótaði því fyrir EM að labba af velli ef hann yrði fyrir kynþáttaníð á mótinu. Balotelli varð fyrir níði í leiknum gegn Spánverjum en labbaði samt ekki af velli.

Fjölmargir fjölmiðlamenn sem voru á vellinum hafa staðfest að stór hópur stuðningsmanna Spánverja hafi verið með apahljóð í hvert skipti sem leikmaðurinn hafði boltann.

Annað hvort hefur Balotelli ekki heyrt þessi hljóð eða hann þorði ekki að standa við stóru orðin því ekki fór hann af velli fyrr en honum var skipt af velli snemma í síðari hálfleik.

Ljót uppákoma engu að síður og spurning hvort UEFA taki á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×