Fótbolti

Gerrard: Þurfum fjögur stig í viðbót

Gerrard fagnar í dag.
Gerrard fagnar í dag.
Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins, var nokkuð sáttur við jafnteflið gegn Frökkum á EM í dag.

"Auðvitað hefðum við verið himinlifandi með sigur. Frakkar sýndu aftur á móti að þeir eru með frábært lið og leikmenn. Við erum samt nokkuð sáttir með okkar frammistöðu," sagði Gerrard.

"Ég hef alltaf sagt að sama hvernig þessi leikur færi þá mættum við ekki fara fram úr sjálfum okkur. Við þurfum nú að fá fjögur stig í næstu tveimur leikjum."

Englendingar eiga eftir að mæta Svíum og Úkraínu í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×