Fótbolti

Shevchenko: Líður eins og ég sé tvítugur

Sheva fagnar í kvöld.
Sheva fagnar í kvöld.
Hinn 35 ára gamli Andriy Shevchenko var hetja Úkraínu í kvöld er hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Svíum. Shevchenko er þjóðhetja í heimalandinu eftir sigurinn.

"Mér líður frábærlega. Bara eins og ég sé tvítugur. Þetta var söguleikur leikur hjá okkur og frábær sigur," sagði brosmildur Shevchenko eftir leikinn.

"Það er minna adrenalín í líkamanum núna og meira í hausnum á mér. Ég gerði mitt besta og náði árangri. Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu mér að við að komast í form fyrir mótið en ég átti í vandræðum með meiðsli."

Framherjinn segir að liðið hafi mikla trú á því að það geti afrekað mikið á þessu móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×