Fótbolti

Frábær byrjun Tékka dugði gegn Grikkjum

Tékkar fagna í dag.
Tékkar fagna í dag. Nordic Photos / Getty Images
Tékkar unnu sætan sigur á Grikkjum í A-riðli EM í dag. Miklu betri leikur hjá Tékkum sem töpuðu gegn Rússum í fyrsta leik sínum á mótinu.

Tékkar byrjuðu leikinn með miklum látum og voru komnir í 2-0 eftir aðeins rúmar fimm mínútur. Jiracek og Pilar með mörkin.

Grikkir náðu að klóra í bakkann í síðari hálfleik eftir hrikaleg mistök Petr Cech í markinu.

Tékkar eiga því enn möguleika á að komast upp úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×