Fótbolti

Shevchenko lenti í árekstri

Hetja Úkraínu, Andriy Shevchenko, átti heldur betur eftirminnilegt kvöld er hann tryggði Úkraínu sigur á Svíum á EM. Hann lenti svo í árekstri eftir leikinn.

Framherjinn var þá á leið til móts við liðið á nýjan leik eftir smá tíma með fjölskyldunni.

Bíll keyrði aftan á hann er framherjinn var að hleypa fólki yfir götu. Blessunarlega fyrir manninn sem keyrði aftan á Shevchenko þá varð honum ekki meint af slysinu.

Enginn þeirra sem lenti í árekstrinum þurfti á læknisaðstoð að halda.

Sheva tók málinu létt og gaf eiginhandaráritanir á slysstað áður en hann hélt aftur af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×