Fótbolti

183 handteknir eftir slagsmál í Varsjá

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ólæti brutust út bæði fyrir og eftir leik Póllands og Rússlands á EM í knattspyrnu í gær og voru alls 183 handteknir vegna þessa.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en fyrir leikinn ákváðu þúsundir stuðningsmenn Rússa að leggja í fjöldagöngu í miðborg Varsjár þar sem þjóðhátíðardagur Rússlands var haldinn hátíðlegur í gær.

Þetta lagðist illa í marga Pólverja minnugir daga kommúnismans þar sem gömlu Sovétríkin voru alráð.

Slagsmál brutust út vegna þessa og einnig eftir leikinn. Pólska lögreglan sagði að bæði Pólverjar og Rússar höfðu verið handteknir en alls tíu munu hafa slasast - enginn þó lífshættulega.

Þetta þykir setja ljótan blett á keppnina sem nú stendur yfir í Póllandi og Úkraínu. Þá er Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, nú að rannsaka ásakanir um að leikmenn hafi verið beittir kynþáttaníði af áhorfendum í tveimur leikjum - annars vegar á milli Spánar og Ítalíu og hins vegar í viðureign Rússlands og Tékklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×