Fótbolti

Van der Vaart sendir Þjóðverjum pillu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Rafael van der Vaart, leikmaður hollenska liðsins, hefur gefið í skyn að honum finnist ekki jafn mikið til þýska landsliðsins koma og flestum öðrum.

Holland og Þýskaland mætast á EM í dag en þessar tvær þjóðir hafa eldað saman grátt silfur á knattspyrnuvellinum svo áratugum skiptir.

Holland tapaði hins vegar óvænt fyrir Danmörku í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan að Þjóðverjar unnu sinn leik gegn Portúgal. Þýskur sigur í dag gæti gert út um titilvonir Hollendinga.

„Úrslitin gegn Danmörku voru bara slys. Okkur vantaði þrjá af okkar bestu leikmönnum," sagði van der Vaart án þess að útskýra það nánar.

„Þýskaland er vissulega með fínan leikmannahóp. En þeir eru bara með þrjá virkilega góða knattspyrnumenn - Mesut Özil, Mario Götze og Bastian Schweinsteiger."

„Varnarleikurinn þeirra er sæmilegur, en ekkert meira en það. Fótbolti snýst að miklu leyti um sjálfstraust og eru þeir með nóg af því. En við erum betri þegar þetta snýst um að spila almennilegan fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×