Fótbolti

Stuðningsmenn Svía kenna Lustig að gæta stangarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Shevchenko skallar boltann í netið.
Shevchenko skallar boltann í netið. NordicPhotos/Getty
Mikael Lustig, hægri bakvörður Svía, hefur sætt töluverðri gagnrýni í heimalandinu eftir 2-1 tap sænska karlalandsliðsins gegn Úkraínu á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Gullkálfur úkraínsku þjóðarinnar, Andryi Shevchenko, skoraði bæði mörk Úkraínu en í því síðara vilja margir meina að Lustig hefði getað gert betur. Þá skallaði Shevchenko boltann í nærhornið eftir hornspyrnu.

Hlutverk Lustig í hornspyrnunni var að standa vaktina á nærstönginni en gerði það ekki betur en svo að boltinn fann sér leið milli Lustig og stangarinnar.

Svíar hafa verið duglegir að gera grín að Lustig og birt myndir sem eiga að sýna hvernig standi eigi vaktina við stöngina í föstum leikatriðum. Nokkrar myndanna má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×