Fótbolti

Podolski: Ég þarf ekkert að sanna fyrir Wenger

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Lukas Podolski segist ekki finna fyrir meiri pressu en áður eftir að hann ákvað að ganga til liðs við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Podolski er sem fyrr í lykilhlutverki með þýska landsliðinu á EM í Póllandi og Úkraínu en Wenger fylgist vel með mótinu enda starfandi sérfræðingur hjá bæði franskri sjónvarpsstöð og Eurosport.

„Ég þarf ekkert að sanna fyrir Arsene Wenger, enda hefur hann margoft séð mig spila og veit hvað ég get," sagði Podolski.

„Það er engin tilviljun að ég samdi við Arsenal og er ég mjög ánægður með þá niðurstöðu. Ég er ánægður með að stuðningsmenn Arsenal fái tækifæri til að sjá mig spila meðal þeirra bestu í Evrópu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×