Fótbolti

Rommedahl missir af leiknum gegn Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Danski kantmaðurinn Dennis Rommedahl fór meiddur af velli í tapleiknum gegn Portúgal í gær og verður ekki með þegar að Danir mæta Þjóðverjum á sunnudagskvöldið.

Rommedahl tognaði í vöðva aftan í læri og staðfesti Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, að hann verði ekki með í næsta leik.

„Það eru engir möguleikar á því. Niki Zimling gæti hins vegar náð leiknum," sagði hann en Zimling fór einnig meiddur af velli í gær. Hann á við támeiðsli að stríða.

Þó nokkuð hefur verið um meiðsli í herbúðum danska liðsins sem kom þó á óvart með því að vinna 1-0 sigur á Hollandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×