Fótbolti

Tveggja ára sérfræðingur um hollenska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hinn tveggja ára gamli Noah þekkir alla leikmenn og þjálfara hollenska landsliðsins með nafni. Myndband af honum hefur vakið athygli í netheimum.

Noah gat nefnt alla leikmenn liðsins með nafni og er greinilega áhugasamur um boltann, þrátt fyrir ungan aldur.

Hann fær vonandi tækifæri til að gleðjast yfir gengi sinna manna á sunnudaginn en þá mæta Hollendingar liði Portúgals. Holland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á EM.

Uppfært: Einnig má sjá myndbandið hér, á heimasíðu The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×