Fótbolti

Maradona: Messi er ekki sami leiðtogi og ég

Diego Maradona kann því illa þegar landi hans, Lionel Messi, er gagnrýndur í heimalandinu. Hann hefur nú varað menn við því að gagnrýna leikmanninn.

"Messi er kannski ekki sami leiðtogi og ég, ekki með sama andlit og Brad Pitt eða rass eins og Salazar en hann er argentínskur og það þarf að verja hann," sagði Maradona á sinn einstaka hátt.

"Ef fólk heldur áfram að pönkast í honum þá mun hann vera áfram í Barcelona og aldrei koma aftur til landsins. Hafa menn áhuga á því?"

Messi hefur ekki enn náð að sýna sitt besta með argentínska landsliðinu og hefur margoft verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×