Fótbolti

Carroll líklega í byrjunarliðinu í kvöld

Carroll á bekknum í leiknum gegn Frökkum.
Carroll á bekknum í leiknum gegn Frökkum.
Enskir fjölmiðlar segja líklegt að Andy Caroll komi inn í byrjunarlið Englands í kvöld á kostnað hins unga Alex Oxlade-Chamberlain. Englendingar mæta þá Svíum.

Þetta eru vonbrigði fyrir Oxlade-Chamberlain sem var með betri leikmönnum enska liðsins í fyrsta leiknum gegn Frökkum.

Það verður seint sagt að Carroll sé hokinn af landsliðsreynslu enda aðeins leikið í eina mínútu fyrir landsliðið.

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, er sagður ætla að spila 4-4-2 í kvöld með þá Carroll og Danny Welbeck í fremstu víglínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×