Franskur sigur í úrhellinu í Donetsk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 10:16 Leikmenn Frakklands fagna marki í Donetsk í dag. Nordicphotos/Getty Frakkar unnu 2-0 sigur á Úkraínu í viðureign þjóðanna í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í dag. Tvö mörk Frakka með skömmu millibili í síðari hálfleik tryggðu þeim sigurinn. Úrhelli og eldingar settu svip sinn á viðureign liðanna í Donetsk í dag. Vegna óveðursins þurfti að stöðva leik eftir fimm mínútur. Fór svo að leiknum var frestað um klukkustund. Frakkar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komust næst því að skora þegar Andriy Pyativ varði skalla Philippe Mexes með tilþrifum. Jeremy Menez fékk einnig dauðafæri en slakt skot hans af stuttu færi var varið af Pyativ. Óskabarn úkraínsku þjóðarinnar, Andriy Shevchenko, fékk gott færi á hinum enda vallarins en skot hans fór beint á Hugo Lloris í franska markinu. Staðan markalaus í leikhléi. Sókn Frakkanna hélt áfram í síðari hálfleik og bara árangur á 53. mínútu. Þá skoraði Menez með góðu skoti úr teignum sem hafnaði neðst í markhorninu. Jafntefli hefði verið fín úrslit fyrir Úkraínu en draumurinn um stig úr leiknum varð að engu aðeins þremur mínútum síðar. Þá skoraði Yohan Cabaye, leikmaður Newcastle, með vinstri fótarskoti úr teignum. Úkraínumenn reyndu hvað þeir gátu að rétt sinn hlut. Þeir komu sér nokkrum sinnum í álitlegar stöður en skot þeirra voru misheppnuð. Frakkar eru eftir sigurinn í efsta sæti riðilsins með fjögur stig en Úkraína hefur þrjú stig í öðru sæti. England og Svíþjóð mætast í síðari leik kvöldsins í D-riðli en leikurinn hefst klukkan 19. Fylgst er með gangi mála í leiknum í Boltavakt Vísis. Sjá hér. Tengdar fréttir Eldingar og úrhelli í Donetsk | Myndasyrpa Hollenski dómarinn Björn Kuipers stöðvaði leik Úkraínu og Frakklands eftir tæplega fimm mínútna leik vegna rigningar og eldinga. Leik var frestað um tæpan klukkutíma á meðan dómari leiksins réð ráðum sínum. 15. júní 2012 17:20 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Sjá meira
Frakkar unnu 2-0 sigur á Úkraínu í viðureign þjóðanna í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í dag. Tvö mörk Frakka með skömmu millibili í síðari hálfleik tryggðu þeim sigurinn. Úrhelli og eldingar settu svip sinn á viðureign liðanna í Donetsk í dag. Vegna óveðursins þurfti að stöðva leik eftir fimm mínútur. Fór svo að leiknum var frestað um klukkustund. Frakkar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komust næst því að skora þegar Andriy Pyativ varði skalla Philippe Mexes með tilþrifum. Jeremy Menez fékk einnig dauðafæri en slakt skot hans af stuttu færi var varið af Pyativ. Óskabarn úkraínsku þjóðarinnar, Andriy Shevchenko, fékk gott færi á hinum enda vallarins en skot hans fór beint á Hugo Lloris í franska markinu. Staðan markalaus í leikhléi. Sókn Frakkanna hélt áfram í síðari hálfleik og bara árangur á 53. mínútu. Þá skoraði Menez með góðu skoti úr teignum sem hafnaði neðst í markhorninu. Jafntefli hefði verið fín úrslit fyrir Úkraínu en draumurinn um stig úr leiknum varð að engu aðeins þremur mínútum síðar. Þá skoraði Yohan Cabaye, leikmaður Newcastle, með vinstri fótarskoti úr teignum. Úkraínumenn reyndu hvað þeir gátu að rétt sinn hlut. Þeir komu sér nokkrum sinnum í álitlegar stöður en skot þeirra voru misheppnuð. Frakkar eru eftir sigurinn í efsta sæti riðilsins með fjögur stig en Úkraína hefur þrjú stig í öðru sæti. England og Svíþjóð mætast í síðari leik kvöldsins í D-riðli en leikurinn hefst klukkan 19. Fylgst er með gangi mála í leiknum í Boltavakt Vísis. Sjá hér.
Tengdar fréttir Eldingar og úrhelli í Donetsk | Myndasyrpa Hollenski dómarinn Björn Kuipers stöðvaði leik Úkraínu og Frakklands eftir tæplega fimm mínútna leik vegna rigningar og eldinga. Leik var frestað um tæpan klukkutíma á meðan dómari leiksins réð ráðum sínum. 15. júní 2012 17:20 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Sjá meira
Eldingar og úrhelli í Donetsk | Myndasyrpa Hollenski dómarinn Björn Kuipers stöðvaði leik Úkraínu og Frakklands eftir tæplega fimm mínútna leik vegna rigningar og eldinga. Leik var frestað um tæpan klukkutíma á meðan dómari leiksins réð ráðum sínum. 15. júní 2012 17:20