Enski boltinn

Villas-Boas sagður vera efstur á óskalista Spurs

Andre Villas-Boas.
Andre Villas-Boas.
Enskir fjölmiðlar eru eðlilega farnir að velta því fyrir sér hver muni taka við af Harry Redknapp sem knattspyrnustjóri Tottenham. Andre Villas-Boas er sagður vera efstur á óskalista félagsins.

Villas-Boas er án félags eftir að hafa verið rekinn frá Chelsea á síðustu leiktíð. Hann náði engum árangri hjá félaginu og náði ekki að ávinna sér traust leikmanna þar á bæ.

Engu að síður hafa nágrannarnir í Tottenham trú á því að Villas-Boas muni henta þeirra liði vel.

David Moyes, stjóri Everton, og Roberto Martinez, stjóri Wigan, eru einnig sagðir vera undir smásjánni hjá Spurs. Nafn Jürgen Klinsmann hefur einnig heyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×