Fótbolti

Van Marwijk vill ekki ræða framtíðina

Van Marwijk var ekki hýr á brá eftir tapið í gær.
Van Marwijk var ekki hýr á brá eftir tapið í gær.
Hollendingar eru farnir heim af EM með skottið á milli lappanna. Þeir töpuðu öllum leikjum sínum á mótinu og stóðu engan veginn undir væntingum.

Flestir spá því að þjálfarinn, Bert van Marwijk, verði rekinn en hann vildi ekkert ræða framtíð sína eftir tapið gegn Portúgal í gær.

"Þið megið spyrja ýmissa spurninga en ég svara engum spurningum um framtíðina," sagði Marwijk sem stillti upp mjög sóknarsinnuðu liði gegn Portúgal en Holland átti ekkert svar við stórleik Ronaldo.

"Við vissum að við yrðum að vinna með tveggja marka mun og þess vegna tókum við áhættu. Það byrjaði vel en gekk ekki upp. Við urðum skelkaðir þegar þeir jöfnuðu. Þetta eru gríðarleg vonbrigði og ég sem þjálfari ber ábyrgðina á þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×