Fótbolti

Stuðningsmennirnir ekki búnir að fyrirgefa okkur

Franski landsliðsmaðurinn Samir Nasri viðurkennir að landsliðið sé enn að reyna að vinna stuðningsmenn liðsins á sitt band eftir skrípaleikinn á HM fyrir tveim árum síðan.

Laurent Blanc fékk hið afar erfiða verkefni að taka til í hópnum og koma liðinu á rétta braut á nýjan leik. Það hefur Blanc heldur betur gert enda hafa Frakkar ekki tapað í síðustu 23 leikjum sínum.

"Stuðningsmennirnir hafa ekki fyrirgefið okkur en við munum gera allt sem við getum til þess að breyta því. Ímynd landsliðsins var orðin mjög slæm," sagði Nasri.

"Við erum að reyna að sanna að landsliðið sé allt annað en það var fyrir tveim árum. Ekki bara leikmenn með allt of mikið sjálfsálit. Við skiljum vel að fólk hafi verið, og sé, fúlt út í okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×