Fótbolti

Bendtner dæmdur í leikbann og fékk himinháa sekt

Þessi auglýsing reyndist Bendtner dýr.
Þessi auglýsing reyndist Bendtner dýr.
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafði nákvæmlega engan húmor fyrir nærbuxnaauglýsingu Danans Nicklas Bendnter og hefur nú refsað honum grimmilega.

Bendtner var sektaður um tæplega 16 milljónir króna og þess utan dæmdur í eins leiks bann fyrir athæfið.

Bendnter skoraði gegn Portúgal og lyfti þá upp treyjunni og reif stuttbuxurnar aðeins niður svo auglýsing frá Paddy Power-veðbankanum sæist á nærbuxunum hans.

Þessi himinháa sekt sem Bendtner fær vekur mikla athygli. Hún er næstum jafn há og Rússar fengu fyrir að ráðast á öryggisverði í leiknum gegn Póllandi.

UEFA hefur einnig sektað lið og landslið vegna rasisma áhorfenda um mun lægri upphæðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×