Fótbolti

Íþróttamálaráðherrann vill að formaður knattspyrnusambandsins hætti

Bænir Pólverja skiluðu engu.
Bænir Pólverja skiluðu engu.
Það er mikil ólga í pólska knattspyrnuheiminum eftir að Pólland hafnaði í neðsta sæti síns riðils á EM og er úr leik. Nú hefur íþróttamálaráðherra landsins farið fram á að formaður knattspyrnusambandsins segi af sér.

Formaðurinn, Grzegorz Lato, lofaði því að hætta ef pólska liðið kæmist ekki í átta liða úrslit keppninnar.

"Ég vil minna formanninn á að standa við stóru orðin. Það er háalvarlegt mál að knattspyrnusambandið sé mikið laskað," sagði íþróttamálaráðherrann.

Mikil læti hafa verið í kringum knattspyrnusambandið síðustu ár og hafa dómstólar þurft að skipa formann í tvígang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×