Fótbolti

Leitað að týndum Íra í Póllandi

Stuðningsmenn Íra hafa verið hressir á EM.
Stuðningsmenn Íra hafa verið hressir á EM.
Lögreglan í Póllandi lýsir nú eftir 21 árs gömlum Íra sem er týndur. Ekkert hefur sést til hans síðan á sunnudag og hann svarar ekki í síma.

Maðurinn, James Nolan, var með vinum sínum í bænum Bydgoszcz en þeir voru þá á leið frá Gdansk til Poznan þar sem Írar spiluðu sinn síðasta leik.

Nolan var í slagtogi með tíu félögum sínum og þeir ákváðu að lyfta sér upp í bænum. Síðan þá hefur ekkert spurst til Nolan.

Sögusagnir eru um að Nolan hafi lent í átökum á bar um kvöldið en það hefur ekki verið staðfest.

Óttast er að Nolan sé látinn og stendur yfir mikil leit að honum. Sendiherra Íra er mættur til Bydgoszcz til þess að fylgjast með leitinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×