Fótbolti

Andy Carroll byrjar á bekknum - Welbeck og Rooney saman frammi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Welbeck og Wayne Rooney.
Danny Welbeck og Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, er búinn að tilkynna byrjunarliðið sitt fyrir leikinn mikilvæga á móti Úkraínu á EM í kvöld. Enska liðinu nægir jafntefli til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum.

Hodgson var þegar búinn að tilkynna það að Wayne Rooney kæmi inn í byrjunarliðið og þar með var ljóst að annahvort Danny Welbeck eða Andy Carroll þurfti að setjast á bekkinn.

Hodgson ákvað að tefla fram Manchester United mönnunum Danny Welbeck og Wayne Rooney saman í fremstu víglínu og hefur Welbeck þar með byrjað alla þrjá leiki enska liðsins á EM.

Theo Walcott átti frábæra innkomu á móti Svíum þar sem að hann skoraði jöfnunarmarkið og lagði upp sigurmarkið. Hann þarf að sætta sig við að byrja á bekknum eins og Andy Carroll.

Andriy Shevchenko er ekki í byrjunarliði Úkraínu en hann á við meiðsli að stríða og var tæpur fyrir þennan leik.

Byrjunarlið enska landsliðsins á móti Úkraínu: Hart, Johnson, Terry, Lescott, Cole, Milner, Gerrard (fyrirliði), Parker, Young, Rooney, Welbeck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×