Fótbolti

Svona verða átta liða úrslitin á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta lauk í kvöld þegar keppni kláraðist í D-riðlinum. Átta þjóðir tryggðu sér sæti í útsláttarkeppninni en átta þjóðir eru á leiðinni heim. Englendingar og Frakkar voru síðastir til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum en ófarir Úkraínu á móti Englandi þýða að báðir gestgjafarnir, Pólland og Úkraína, eru úr leik.

Wayne Rooney tryggði Englendingum 1-0 sigur á Úkraínu og það dugði liðinu til sigurs í riðlinum þar sem að Frakkar töpuðu 0-2 á móti Svíum. Úkraínumenn sköpuðu sér fullt af færum og skoruðu að því virtist löglegt mark en heppnin var með þeim ensku í kvöld.

Átta liða úrslitin eru þar með klár en þau hefjast með leik Tékka og Portúgala á fimmtudagskvöldið. Það fer fram einn leikur á kvöldi frá fimmtudegi til sunnudags.

Átta liða úrslitin á Em 2012:

Fimmtudagur 21. júní Kl. 18:45

Tékkland - Portúgal

Föstudagur 22. júní Kl. 18:45

Þýskaland - Grikkland

Laugardagur 23. júní Kl. 18:45

Spánn - Frakkland

Sunnudagur 24. júní Kl. 18:45

England - Ítalía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×