Fótbolti

Síðasti dagur riðlakeppninnar á EM í fótbolta - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Englendingar og Frakkar voru tvö síðustu liðin inn í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta en riðlakeppni EM lauk með lokaumferð D-riðils í kvöld.

Wayne Rooney tryggði Englendingum 1-0 sigur á Úkraínu og það dugði liðinu til sigurs í riðlinum þar sem að Frakkar töpuðu 0-2 á móti Svíum. Úkraínumenn sköpuðu sér fullt af færum og skoruðu að því virtist löglegt mark en heppnin var með þeim ensku í kvöld.

Ljósmyndarar AFP-fréttastofunnar voru að sjálfsögðu mættir með myndavélar sínar á leikina tvo í kvöld og við höfum tekið saman myndasyrpu frá atburðum dagsins. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×