Fótbolti

Portúgal steinlá á heimavelli

Nani skoraði fyrir Portúgal.
Nani skoraði fyrir Portúgal.
Undirbúningur Portúgala fyrir EM gengur ekkert allt of vel en liðið tapaði í kvöld fyrir Tyrkjum, 1-3, í vináttulandsleik í Portúgal.

Umut Bulut kom Tyrkjum yfir fyrir hlé og hann kom þeim í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks.

Nani minnkaði muninn skömmu síðar en nær komust Portúgalar ekki.

Það var síðan varnarmaður Real Madrid, Pepe, sem skoraði sjálfsmark undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×