Fótbolti

Terry og Cahill báðir meiddir

Terry þurfti að fara af velli í gær.
Terry þurfti að fara af velli í gær.
Chelsea-miðverðirnir, John Terry og Gary Cahill, meiddust báðir í leik Englands gegn Belgíu í gær en Englendingar eru vongóðir um að þeir verði búnir að jafna sig áður en EM hefst.

Terry er líklega tognaður en Cahill þurfti að fara í myndatöku þar sem óttast var að hann væri kjálkabrotinn.

"Við höfðum mestar áhyggjur af Gary og fyrsta sem við heyrum er að hann sé ekki brotinn. Hann verður eflaust skoðaður betur samt," sagði Trevor Brooking hjá enska knattspyrnusambandinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×