Fótbolti

Robert Green yfirgefur West Ham

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Robert Green í landsleik gegn Noregi í undirbúningi fyrir EM
Robert Green í landsleik gegn Noregi í undirbúningi fyrir EM MYND/NORDIC PHOTOS GETTY
Robert Green mun ekki skrifa undir nýjan samning við West Ham sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í maí. Samningur Green við Lundúnarliðið er runninn út og er honum því frjálst að semja við hvaða lið sem er.

David Gold stjórnarformaður West Ham greindi frá þessu á Twitter síðu sinni. "Robert Green er með lausan samning og hefur ákveðið að róa á önnur mið. Enginn vill sjá Rob fara en ekkert varir að eilífu. Hann verður að gera það sem er best fyrir hann og við gerum það sem er best fyrir okkur," sagði Gold.

Green er á leið á Evrópumeistaramótið í Póllandi og Úkraínu þar sem að búast má við að hann sitji á varamannabekknum og Joe Hart verði aðalmarkvörður Englands.

Green sem hefur leikið 12 landsleiki fyrir England gekk til liðs við West Ham frá Norwich 2006 fyrir 2 milljonir punda og lék hann 241 leik fyrir West Ham.

Jussi Jaaskelainen sem lék undir stjórn Sam Allardyce framkvæmdarstjóra West Ham hjá Bolton hefur verið nefndur sem arftaki Robert Green hjá West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×