Fótbolti

Torres mætir bjartsýnn til leiks á EM

Spánverjar eru sigurstranglegastir fyrir EM hjá ansi mörgum. Það er þó öðruvísi pressa á þeim núna en áður enda eru þeir bæði Evrópu- og heimsmeistarar.

Aðalmarkaskorari liðsins, David Villa, er þó meiddur og það er því pressa á Fernando Torres að skora mörk en hann gerði lítið af því hjá Chelsea í vetur.

Torres sjálfur er þó fullur sjálfstrausts.

"Ég átti frábæran endasprett í vetur og þá unnum við tvo titla. Vonandi vinn ég minn þriðja bikar í sumar. Það væri toppurinn," sagði Torres.

"Við erum sigurstranglegir en það er allt önnur pressa á mér núna. Ég kem bjartsýnn til leiks eftir erfitt ár."

Torres hefur skorað 28 mörk í 92 leikjum með Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×