Fótbolti

Hart: Næ vonandi að standa undir væntingum

Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart fær sitt fyrsta tækifæri á stórmóti í sumar sem aðalmarkvörður enska landsliðsins. Hann var á bekknum á HM árið 2010.

Hart átti frábært ár á milli stanganna hjá Man. City í vetur og bíður spenntur eftir því að EM byrji.

"Ég hef tekið miklum framförum á síðustu tveim árum. Ég tel mig samt eiga heilmikið inni enn þá," sagði Hart en hann var ánægður að hafa farið með á HM fyrir tveim árum og kynnst stórmóti af eigin raun.

"Þetta verður allt öðruvísi núna og menn búast við miklu af mér. Vonandi næ ég að standa undir væntingum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×