Fótbolti

Van der Vaart hissa á því að Rio sé ekki í landsliðinu

Van der Vaart fagnar með Spurs.
Van der Vaart fagnar með Spurs.
Það eru ekki bara Englendingar sem eru hissa á því að Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, sé ekki búinn að kalla á Rio Ferdinand í hópinn. Leikmenn Hollands eru líka hissa á því.

"Auðvitað hefur hann aðeins elst en hann er samt í formi og ferskur. Þess utan leikur hann með Man. Utd," sagði Rafael van der Vaart, leikmaður Tottenham og hollenska landsliðsins.

Ferdinand er orðinn 33 ára gamall og myndi koma með mikla reynslu inn í laskað enskt lið.

"Þó svo það vanti marga í enska liðið eru þeir enn með frábært lið. Það er alltaf hættulegt að mæta Englendingum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×