Fótbolti

Zlatan tryggði Svíum sigur á Serbum

Svíar halda áfram að standa sig vel í undirbúningi sínum fyrir EM. Í kvöld lögðu Svíar lið Serba af velli, 2-1.

Ola Toivonen kom Svíum yfir á 23. mínútu en Neven Subotic jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar.

Það var síðan markamaskínan Zlatan Ibrahimovic sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 52. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×