Fótbolti

Frakkar léku sér að Eistunum

Benzema fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Benzema fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Frakkar voru í mun meira stuði í kvöld en þegar þeir tóku á móti Íslendingum um daginn. Að þessu sinni tóku þeir á móti Eistum og völtuðu yfir þá, 4-0.

Veislan byrjaði á 24. mínútu er Franck Ribery skoraði fyrsta mark Frakka. Karim Benzema bætti öðru marki við fyrir hlé og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Benzema sitt annað mark og í uppbótartíma bætti Jeremy Menez fjórða markinu við.

Frakkar fara því með fljúgandi sjálfstraust inn á EM sem hefst á föstudag. Þeir eru búnir að spila 21 leik í röð án þess að tapa. Met franska landsliðsins er 30 leikir en það var frá febrúar 2004 til október 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×