Fótbolti

Velasco Carballo dæmir opnunarleikinn á EM

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Carballo er einn tólf dómara sem verða í eldlínunni á Evrópumótinu.
Carballo er einn tólf dómara sem verða í eldlínunni á Evrópumótinu. Nordicphotos/Getty
Spánverjinn Carlos Velasco Carballo fær þann heiður að dæma opnunarleik Evrópumótsins í knattspyrnu milli Pólverja og Grikkja á föstudaginn.

Carballo, sem er 41 árs, var fjórði dómari á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Þá dæmdi hann úrslitaleikinn í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð milli Porto og Braga.

Leikurinn fer fram á þjóðarleikvanginum í Varsjá í Póllandi. Úrslitaleikur mótsins fer hins vegar fram í Kænugarði þann 1. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×