Fótbolti

Hollendingar hóta að ganga af velli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Mark van Bommel, landsliðsfyrirliði Hollands, segir að hann muni leiða sitt af vellinum verði leikmenn liðsins fyrir kynþáttaníði á meðan mótinu stendur.

Hollenska liðið æfði á heimavelli Wisla Kraká í dag en æfingin var opin almenningi. Á æfingunni heyrðust apahljóð úr hópi áhorfenda og er talið að því hafi verið beint að þeim leikmönnum Hollands sem eru dökkir á hörund.

Leikmenn voru þá nýbúnir að skoða útrýmingabúðirnar í Auschwitz þar sem þúsundir voru myrtir í síðari heimsstyrjöldinni.

„Þetta er til skammar, sérstaklega þar sem við erum nýkomnir frá Auschwitz. Við munum taka þátt mál upp gagnvart UEFA og ef þetta gerist í miðjum leik munum við ræða við dómarann og óska þess að fá að ganga af vellinum," sagði van Bommel á blaðamannafundi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×