Fótbolti

Medvedev og Klaus ekki viðstaddir leik Rússa og Tékka

Kolbeinn skrifar
Arshavin og Pavlyuchenko, lykilmenn rússneska landsliðsins, á góðri stundu,
Arshavin og Pavlyuchenko, lykilmenn rússneska landsliðsins, á góðri stundu, Nordicphotos/Getty
Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, og Vaclav Klaus, forseti Tékklands, verða ekki meðal gesta á viðureign þjóða sinna í riðlakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem hefst í dag.

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hafði greint frá því að þjóðhöfðingjarnir myndu mæta til að styðja sína menn. Í fréttatilkynningu frá UEFA hefur sú frétt verið dregin tilbaka.

Eitthvað virðast samskipti UEFA við Rússa sérstaklega ótraust. UEFA hafði einnig greint frá því fyrr í vikunni að Vladimir Putin, forseti Rússlands, yrði viðstaddur leikinn. Sú frétt var dreginn tilbaka í gær.

Leikur Rússlands og Tékklands fer fram í Wroclaw í Póllandi og er reiknað með þúsundum stuðningsmanna beggja liða á leikinn sem hefst klukkan 18.45. Klukkan 16 hefst hins vegar opnunarleikur mótsins milli Póllands og Grikklands á þjóðarleikvanginum í Varsjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×