Hetjulegar innkomur og tvö rauð spjöld í fjörugum opnunarleik EM 8. júní 2012 13:28 Mynd/AP Evrópumótið í fótbolta byrjaði á dramatískum og viðburðaríkum leik Pólverja og Grikkja en Grikkirnir náðu 1-1 jafntefli þrátt fyrir að lenda 0-1 undir á 17. mínútu og missa mann af velli í lok fyrri hálfleiks. Pólverjar misstu líka markvörðinn Wojciech Szczesny af velli með rautt spjald og gátu þakkað fyrir stigið þegar varamarkvöðurinn Przemyslaw Tyton varði vítaspyrnu frá fyrirliða gríska liðsins. Varamaðurinn Dimitrios Salpingidis breytti leiknum fyrir Grikki því auk þess að jafna leikinn þá fiskaði hann einnig vítið og rauða spjaldið á Szczesny og skoraði ennfremur mark sem var dæmt af. Pólverjar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og gátu skorað miklu fleiri mörk en það kveikti í gríska liðinu að fá ósanngjarnt rautt spjald í lok fyrri hálfleiks og þeir bitu vel frá sér í þeim síðari. Robert Lewandowski kom Pólverjum í 1-0 með skalla á 17. mínútu leiksins eftir frábæra fyrirgjöf fyrirliðans Jakub Blaszczykowski. Pólverjar byrjuðu leikinn mjög vel og vorum búnir að eiga nokkrar góðar sóknir áður en þeir komust yfir. Damien Perquis fékk algjört dauðafæri til að koma Póllandi í 2-0 á 37. mínútu en skaut þá framhjá eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum í kjölfar aukaspyrnu. Ekki batnaði staðan hjá Grikkjum þegar Sokratis Papastathopoulos fékk sitt annað gula spjald á 44. mínútu fyrir að því virtist litlar sakir. Grikkir voru því búnir að missa báða miðverði sína því Avraam Papadopoulos fór meiddur af velli á 37. mínútu. Grikkir voru skiljanlega ósáttir og enn ósáttari þegar þeir fengu ekki víti skömmu síðar þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Pólverja í teignum. Grikkirnir gáfust ekki upp og voru búnir að jafna eftir aðeins sex mínútna leik í seinni hálfleik. Dimitrios Salpingidis var þá réttur maður á réttum stað í teignum eftir að pólsku vörninni mistókst að hreinsa frá fyrirgjöf en Salpingidis hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Wojciech Szczesny, markvörður Pólverja, leit ekki alltof vel út í markinu og hann gaf síðan vítaspyrnu á 69. mínútu þegar hann felldi Salpingidis og Szczesny fékk að auki að líta rauða spjaldið. Varamarkvörðurinn Przemyslaw Tyton varði hinsvegar vítaspyrnu Giorgios Karagounis og liðin spiluðu 10 á 10 síðustu 20 mínútur leiksins. Dimitrios Salpingidis skoraði mark á 75. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu. Salpingidis var allt í öllu í sóknarleik Grikkja eftir að hann kom inn á sem varamaður en mörkin urðu ekki fleiri og liðin sættust á 1-1 jafntefli. Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Evrópumótið í fótbolta byrjaði á dramatískum og viðburðaríkum leik Pólverja og Grikkja en Grikkirnir náðu 1-1 jafntefli þrátt fyrir að lenda 0-1 undir á 17. mínútu og missa mann af velli í lok fyrri hálfleiks. Pólverjar misstu líka markvörðinn Wojciech Szczesny af velli með rautt spjald og gátu þakkað fyrir stigið þegar varamarkvöðurinn Przemyslaw Tyton varði vítaspyrnu frá fyrirliða gríska liðsins. Varamaðurinn Dimitrios Salpingidis breytti leiknum fyrir Grikki því auk þess að jafna leikinn þá fiskaði hann einnig vítið og rauða spjaldið á Szczesny og skoraði ennfremur mark sem var dæmt af. Pólverjar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og gátu skorað miklu fleiri mörk en það kveikti í gríska liðinu að fá ósanngjarnt rautt spjald í lok fyrri hálfleiks og þeir bitu vel frá sér í þeim síðari. Robert Lewandowski kom Pólverjum í 1-0 með skalla á 17. mínútu leiksins eftir frábæra fyrirgjöf fyrirliðans Jakub Blaszczykowski. Pólverjar byrjuðu leikinn mjög vel og vorum búnir að eiga nokkrar góðar sóknir áður en þeir komust yfir. Damien Perquis fékk algjört dauðafæri til að koma Póllandi í 2-0 á 37. mínútu en skaut þá framhjá eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum í kjölfar aukaspyrnu. Ekki batnaði staðan hjá Grikkjum þegar Sokratis Papastathopoulos fékk sitt annað gula spjald á 44. mínútu fyrir að því virtist litlar sakir. Grikkir voru því búnir að missa báða miðverði sína því Avraam Papadopoulos fór meiddur af velli á 37. mínútu. Grikkir voru skiljanlega ósáttir og enn ósáttari þegar þeir fengu ekki víti skömmu síðar þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Pólverja í teignum. Grikkirnir gáfust ekki upp og voru búnir að jafna eftir aðeins sex mínútna leik í seinni hálfleik. Dimitrios Salpingidis var þá réttur maður á réttum stað í teignum eftir að pólsku vörninni mistókst að hreinsa frá fyrirgjöf en Salpingidis hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Wojciech Szczesny, markvörður Pólverja, leit ekki alltof vel út í markinu og hann gaf síðan vítaspyrnu á 69. mínútu þegar hann felldi Salpingidis og Szczesny fékk að auki að líta rauða spjaldið. Varamarkvörðurinn Przemyslaw Tyton varði hinsvegar vítaspyrnu Giorgios Karagounis og liðin spiluðu 10 á 10 síðustu 20 mínútur leiksins. Dimitrios Salpingidis skoraði mark á 75. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu. Salpingidis var allt í öllu í sóknarleik Grikkja eftir að hann kom inn á sem varamaður en mörkin urðu ekki fleiri og liðin sættust á 1-1 jafntefli.
Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira