Fótbolti

Defoe snýr aftur til Póllands á laugardag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jermaine Defoe.
Jermaine Defoe. Mynd/Nordic Photos/Getty
Reiknað er með því að Jermaine Defoe, framherji enska landsliðsins, snúi aftur í æfingarbúðir enska landsliðsins á morgun. Defoe þurfti frá að hverfa þar sem faðir hans varð bráðkvaddur á Englandi.

„Mig langar að þakka stuðningsmönnunum, fjölskyldu minni, vinum, strákunum í landsliðinu, knattspyrnusambandinu," sagði Defoe á Twitter-síðu sinni.

„Stuðningurinn hefur meiri þýðingu fyrir mig en orð fá lýst. Ég elska ykkur öll og megi guð blessa ykkur. Sérstakar þakkir fá læknar og hjúkrunarfólk á Royal Marsden sjúkrahúsinu sem hjúkraði föður mínum. Einstakt fólk," sagði Defoe.

Wayne Rooney er í banni í fyrstu tveimur leikjum Englendinga en auk þess eru Danny Welbeck og Andy Carroll í leikmannahópi Englands.

Defoe hefur spilað 47 leiki fyrir England en í 30 þeirra hefur hann komið inn á sem varamaður. Reiknað er með því að hann verði í því hlutverki hjá Englandi á EM en hann hefur skorað 15 sinnum fyrir landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×