Danir unnu mjög óvæntan sigur á Hollendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 00:01 Mynd/AP Michael Krohn-Dehli tryggði Dönum óvæntan 1-0 sigur á Hollendingum í dag í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Danir lifðu af stórskotahríð Hollendinga sem margir voru búnir að spá góðu gengi á þessu móti. Danir höfðu allt að vinna í þessum leik og lukkan og markvörðuinn Stephan Andersen sáu til þess að Hollendingar nýttu ekki eitthvað af fjölmörgum færum sínum í leiknum. Hollendingar voru með algjöra yfirburði í upphafi leiks og það virtist bara vera tímaspursmál hvenær fyrsta markið kæmi. Arjen Robben og Robin van Persie voru sem dæmi báðir búnir að fá góð færi í teginum en voru klaufar. Danirnir héldu hinsvegar út og skoruðu síðan gegn gangi leiksins á 24. mínútu. Michael Krohn-Dehli plataði þá hollensku vörnina skemmtilega og setti boltann undir Maarten Stekelenburg í markinu. Danirnir fengu mikið sjálfstraust við markið og léku mun betur í kjölfarið en Hollendingar héldu samt áfram að skapa sér færi. Arjen Robben skaut í stöngina á 36. mínútu, fjórum mínútum síðar átti Ibrahim Afellay skot rétt yfir úr fínu skotfæri og Stephan Andersen varði síðan vel frá Robin van Persie í dauðafæri á 43. mínútu. Robin van Persie hóf seinni hálfleikinn á því að fá tvö færi með stuttu millibili eftir undirbúning Wesley Sneijder en Van Persie hitti ekki boltann í fyrra færinu og náði bara lausu hægri fótar skoti í því síðara. Það var sannkölluð stórskotahríð að marki Dana í upphafi seinni hálfleiksins en Danir héldu út og kappið rann af Hollendingunum eftir því sem leið á hálfleikinn. Hollendingar vildu fá vítaspyrnu á lokamínútu leiksins en ekkert var dæmt þótt að boltinn færi í hendi varnarmanns Dana. Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Michael Krohn-Dehli tryggði Dönum óvæntan 1-0 sigur á Hollendingum í dag í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Danir lifðu af stórskotahríð Hollendinga sem margir voru búnir að spá góðu gengi á þessu móti. Danir höfðu allt að vinna í þessum leik og lukkan og markvörðuinn Stephan Andersen sáu til þess að Hollendingar nýttu ekki eitthvað af fjölmörgum færum sínum í leiknum. Hollendingar voru með algjöra yfirburði í upphafi leiks og það virtist bara vera tímaspursmál hvenær fyrsta markið kæmi. Arjen Robben og Robin van Persie voru sem dæmi báðir búnir að fá góð færi í teginum en voru klaufar. Danirnir héldu hinsvegar út og skoruðu síðan gegn gangi leiksins á 24. mínútu. Michael Krohn-Dehli plataði þá hollensku vörnina skemmtilega og setti boltann undir Maarten Stekelenburg í markinu. Danirnir fengu mikið sjálfstraust við markið og léku mun betur í kjölfarið en Hollendingar héldu samt áfram að skapa sér færi. Arjen Robben skaut í stöngina á 36. mínútu, fjórum mínútum síðar átti Ibrahim Afellay skot rétt yfir úr fínu skotfæri og Stephan Andersen varði síðan vel frá Robin van Persie í dauðafæri á 43. mínútu. Robin van Persie hóf seinni hálfleikinn á því að fá tvö færi með stuttu millibili eftir undirbúning Wesley Sneijder en Van Persie hitti ekki boltann í fyrra færinu og náði bara lausu hægri fótar skoti í því síðara. Það var sannkölluð stórskotahríð að marki Dana í upphafi seinni hálfleiksins en Danir héldu út og kappið rann af Hollendingunum eftir því sem leið á hálfleikinn. Hollendingar vildu fá vítaspyrnu á lokamínútu leiksins en ekkert var dæmt þótt að boltinn færi í hendi varnarmanns Dana.
Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira