Fótbolti

Papadopoulos sleit krossband í fyrsta leik EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Avraam Papadopoulos.
Avraam Papadopoulos. Mynd/AP
Avraam Papadopoulos mun ekki spila meira með Grikkjum á EM eða meiri fótbolta á þessu ári eftir að ljós kom að hnémeiðsli hans eru alvarleg. Papadopoulos sleit krossband á vinstra hné í fyrsta leik EM og þurfti að yfirgefa völlinn eftir 37 mínútur í 1-1 jafntefli Grikkja og Pólverja.

Avraam Papadopoulos er 27 ára og leikmaður Olympiacos en hann hefur verið landsliðsmaður frá 2008. Papadopoulos fór beint á spítala og þar sýndu myndir að hann væri með slitið krossband. Hann er nú farinn heim til Grikkklands í frekari rannsóknir og meðhöndlun.

Grikkir verða því án tveggja miðvarða í næsta leik á móti Tékkum á þriðjudaginn því Sokratis Papastathopoulos fékk að líta rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiks í leiknum á móti Póllandi og verður því í leikbanni í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×