Fótbolti

Þjóðverjar hafa aldrei tapað fyrsta leik á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Þýska landsliðið vann í kvöld 1-0 sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á EM í fótbolta og þótt að sigurinn hafi ekki verið sannfærandi þá gerðu Þjóðverjar nóg til að ná í öll þrjú stigin sem voru í boði.

Þýskaland bætti þar með við met sitt en Þjóðverjar hafa aldrei tapað fyrsta leik á EM. Þetta er ellefta Evrópumót Þjóðverja, þeir hafa unnið sex sinnum í fyrsta leik og gert fimm sinnum jafntefli.

Þjóðverjar léku ennfremur sinn tólfta keppnisleik í röð án þess að tapa en aðeins Spánverjar hafa spilað fleiri "alvöru" leiki í röð án þess að tapa eða 14.

Mario Gomez tryggði Þjóðverjum sigurinn með eina marki leiksins og sá til þess að liðið hefur nú skorað í 17 landsleikjum í röð eða allt síðan að liðið gerði markalaust jafntefli við Svíþjóð í vináttulandsleik í nóvember 2010.

Fyrsti leikur Þjóðverja í úrslitakeppni EM:

2012 - 1-0 sigur á Portúgal

2008** - 2-0 sigur á Póllandi

2004 - 1-1 jafntefli við Holland

2000 - 1-1 jafntefli við Rúmeníu

1996* - 2-0 sigur á Tékklandi

1992** - 1-1 jafntefli við Samveldið

1988 - 1-1 jafntefli við Ítalíu

1984 - 0-0 jafntefli við Portúgal

1980* - 1-0 sigur á Tékkóslóvakíu

1976** - 4-2 sigur á Júgóslavíu

1972* - 2-1 sigur á Belgíu

* Urðu Evrópumeistarar

** Komust í úrslitaleikinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×